Sunday, September 7, 2008

Leitarvélabestun og internetráðgjöf enn á ný



Internetráðgjöf skilar árangri!

Ég fjallaði í morgun um, á öðru bloggi mínu, hve hagkvæmt það sé að hafa öll helstu lykilorð fyrirtækis hvert um sig á sérstakri síðu, með sérstakri slóð, þar sem lykilorðið kemur fyrir í url-slóð síðunnar.

Þetta atriði er ekki mjög þekkt í internet ráðgjöf, en engu að síður mjög mikilvægt, a.m.k. samanborið við reynslu þess, sem þetta ritar.


Þar nefndi ég að blogg mitt um Leitarvélagreiningu rauk á toppinn fyrir það lykilorð á innan við viku, þrátt fyrir að síðan væri ný af nálinni (gamlar síður virka betur í Google) og að sá aðili, sem byrjaði með þetta orð, í staðinn fyrir "leitarvélabestun", hafi einokað efsta sætið mjög lengi.


En slík síða gerir meira en bara að rjúka á toppinn. Hún lyftir upp "móðursíðunni" með því að setja inn nokkra valda og vel orðaða tengla á viðkomandi undirsíður á því vefsvæð. Það gerir hana verðmeiri á Google, sér í lagi ef móðursíðan "linkar" ekki til baka.


Dæmi um þetta má finna hvað snertir þessa síðu, fyrir "lykilorðabestun". Hún rauk auðvitað á toppinn, eins og gerðist með Leitarvélagreiningu, en þar eð ég linka héðan stöku sinnum og með vel orðuðum hætti á stutta umfjöllun mína um þetta lykilorð á heimasíðu Allra Átta og ekki "linkað" til baka, hefur sú síða styrkst á tenglinum héðan (sbr. myndina efst til hægri).

Já, Allra Átta síðan er efst, en þar á eftir koma síðurnar mínar héðan frá þessu bloggi.

Á þessum 1-2 vikum, sem liðnar eru síðan ég þrykkti síðunum mínum efst á niðurstöðusíður Google fyrir ákveðin lykilorð, hafa langtum fleiri haft samband með fyrirspurnir um viðkomandi en áður, og, það sem meira er, verkefnum hefur fjölgað.

Internetráðgjöf virkar þegar menn vita hvað þeir eiga að gera og nenna að gera það.

P.S. Takið eftir hvernig ég "linka" hér í þessum pistli, ásamt því að nota feitletrun.

Tuesday, September 2, 2008

Google Chrome: nýr "open source" vafri


Jæja, þá er Google vafrinn loksins kominn í kynningu, amk tilkynningu. Maður getur varla beðið eftir að prófa hann sjálfur.


Ég minntist á hann tvisvar í morgun á öðrum stöðum, annars vegar á fréttasíðu Allra Átta og hins vegar á persónulegu bloggi mínu, þar sem ég gef upp ýmsar slóðir og bendi á umræðu úti í hinum stóra heimi.

En hitt er svo annað mál, að ég set alltaf fyrirvara við kerfi sem kynnt eru sem "open source". En vonandi verður þetta Open Source kerfi Google betra en sum önnur, sem ég kannast við, s.s. Mambo og Joomla!

Síðan verður spennandi að sjá hvaða Google-fítusar verða innbyggðir í kerfið, svo sem hvað snertir leitarvélavirkni, SEO og SEM, og þess háttar.