Tuesday, September 2, 2008

Google Chrome: nýr "open source" vafri


Jæja, þá er Google vafrinn loksins kominn í kynningu, amk tilkynningu. Maður getur varla beðið eftir að prófa hann sjálfur.


Ég minntist á hann tvisvar í morgun á öðrum stöðum, annars vegar á fréttasíðu Allra Átta og hins vegar á persónulegu bloggi mínu, þar sem ég gef upp ýmsar slóðir og bendi á umræðu úti í hinum stóra heimi.

En hitt er svo annað mál, að ég set alltaf fyrirvara við kerfi sem kynnt eru sem "open source". En vonandi verður þetta Open Source kerfi Google betra en sum önnur, sem ég kannast við, s.s. Mambo og Joomla!

Síðan verður spennandi að sjá hvaða Google-fítusar verða innbyggðir í kerfið, svo sem hvað snertir leitarvélavirkni, SEO og SEM, og þess háttar.

No comments: