Saturday, August 30, 2008

Er internet ráðgjöf tilgangslaus?


"Internetráðgjöf er tilgangslaus."

Ég fékk fullyrðingu þessa efnis beint framan í mig nýlega. Ég svaraði henni á öðru bloggi mínu hér, Leitarvélagreiningu.

Nei, ég vil halda því fram að internet ráðgjöf skili fyrirtækjum og öðrum margfalt til baka, ekki síst þegar til langs tíma er litið.

Internetráðgjöf er fjárfesting til framtíðar. Ef vefsíða þín er góð, gerir hún hana enn betri. Og hún gerir slæma síðu að góðri síðu.

En heilræði dagsins eru tvö:

1. Hafðu ljósmyndir á vefsíðu þinni faglega unnar og með "réttu" nafni.
2. Vefsíða án ríkulegs efnisinnihalds er eins og líkami án sálar.

No comments: