Tuesday, August 12, 2008

Leitarvélabestun (SEO)




Margt má segja og skrifa um leitarvélabestun (leitarvélagreiningu), en þessi tvö orð tákna það hugtak, sem á ensku nefnist SEO (Search Engine Optimization).


En hvað stendur þetta fyrir í raun?


Leitarvélabestun snýst um, að útbúa ákveðna vefsíðu (heimasíðu) með þeim hætti, að leitarvélar telji þær mikilvægar, gefi þeim góða einkunn og setji síðan ofarlega (eða helst efst) á niðurstöðulista sinn. Samkvæmt mælingum og rannsóknum skoða vefleitendur jafnan aðeins fyrstu niðurstöðu og því skiptir máli að standa vel að málum.


En til að fá leitarvélar til að hlaða undir ákveðna vefsíðu þarf að vita hvernig þær starfa. Vinnsla þeirra er þannig, að þær vafra um vefinn og safna þaðan upplýsingum til að skrásetja í gagnagrunna með vísan í uppfletti- eða leitarorð (keywords).


Niðurstöðunum er síðan raðað eftir áætluðu mikilvægi og út frá fyrirfram gefnum forsendum. Því felst árangursrík markaðssetning á vefnum felst í, að fá leitarvélarnar til að raða tiltekinni vefsíðu mjög ofarlega á fyrstu niðurstöðusíðuna. Um það snýst leitarvélabestunin (SEO).


Gagnast leitarvélabestun nokkuð í raun?

Jú, ég hef t.d. á skömmum tíma náð að þrykkja ákveðnum leitarorðum ákveðinnar síðu upp á fyrstu síðu á Google, reyndar aðeins á nokkrum dögum. Vefsíður og lykilorð sem fundust ekki á Google (ekki á fyrstu þremur niðurstöðusíðunum) fyrir viðkomandi vefsetur komu skyndilega fram á fyrstu síðu, stundum jafnvel mjög ofarlega eða efst.


En þetta er vinna. Þetta er púl. Engu er svosem hægt að lofa, því margir þættir koma til sögunnar. En það er vissulega hægt, í flestum tilvikum, að lyfta niðurstöðum ákveðna vefsíðna upp, en það er undir vefsíðueigandanum komið, hversu hátt er hægt að þrykkja síðunni og hvernig forritun og umsjón síðunnar er háttað.

En hafirðu spurningar er þér velkomið að hafa samband.

No comments: