Thursday, August 14, 2008

SEO fyrir byrjendur


Það var fyrir nokkru, að einn af þekktustu internetráðgjöfum landsins innleiddi nýtt orð yfir SEO, þegar leitarvélabestun vék fyrir leitarvélagreiningu.
Ég hafði engan áhuga á þessu orði; fannst óþarfi að rugga bátnum þegar leitarvélabestun væri orðið grundvallað í fræðunum.

En ég ákvað þó núna, 11. ágúst, að setja "leitarvélagreiningu" inn í keywords síðu þess fyrirtækis, þar sem ég er að vinna sem internetráðgjafi. Ég tengdi það við textainnihald, linkaði og sendi inn í Google.
En svona er þetta nú bara:

Faktískt enginn munur.

Greiningin var mér ekki hagstæð. Ég man ekki hve margar síður koma upp á Google með leitarvélagreiningu hjá heimasíðu umrædds internetráðgjafa, amk tuttugu eða þrjátíu, jafnvel fleiri. Síðan sem ég er að vinna í hefur engan slíkan munað, en leggur áherslu á leitarvélabestun í staðinn. Þetta virtist ómögulegt.

En hvað gerðist? Morguninn eftir hafði vefsíðan komist í 4. sæti fyrir leitarvélagreiningu, en umræddur ráðgjafi átti síður í 2-3 sæti. Degi síðar, nú eldsnemma í morgun, hafði síðan "mín" komist í 1. og 2. sæti. Það tók aðeins tvo daga að koma síðunni í tvö efstu sætin á Google fyrir þetta uppáhaldsorð umrædds internetráðgjafa.

En sterkasta vígi hans var fallið á aðeins tveimur dögum. En ég efa ekki að hann mun snúa vörn í sókn og endurheimta efsta sætið, því ég hef margt betra að gera en að standa í SEO-keppni! Hann má því mín vegna taka þetta sæti aftur. En gaman að hafa náð að komast á toppinn, jafnvel þó það verði aðeins um stundarsakir!

No comments: