Hvernig virkar heimasíðan þín? Færðu margar heimsóknir? Hafa lesendur síðunnar samband við þig?
Ef þú rekur árangursríka heimasíðu, sem fær fjölda heimsókna og jafnvel töluverð viðskipti, þarftu vísast ekki að lesa lengra.
Ef þú rekur árangursríka heimasíðu, sem fær fjölda heimsókna og jafnvel töluverð viðskipti, þarftu vísast ekki að lesa lengra.
En ef þú heldur úti heimasíðu, sem fáir lesa og nær ekki til gesta með vöru, þjónustu eða upplýsingar, ættirðu ef til vill að halda áfram. Heimasíður eru nauðsynlegar hverju fyrirtæki og því mikilvægt að hafa málin í lagi.
Hvað á ég að gera til að heimasíðan mín skili árangri?
Það er í raun engin ein formúla til. Árangursrík heimasíða kostar mikla vinnu og reglulega umönnun. Heimasíðugerð er alls ekki einföld, jafnvel ekki með hjálp "tölvunörda" eða fyrirtækja, sem selja slíka þjónustu. En rétt til að veita lágmarks hjálp má ef til vill benda á nokkur atriði:
Ef svarið er nei, mæli ég eindregið með að þú veltir því alvarlega fyrir þér að fjárfesta í notendavænu kerfi, sem reynst hefur vel, er búið öllum helstu verkfærum (vefmælingu, þægilegu og einföldu vinnusvæði, einföldum stilingarskipunum, o.s.frv.) og hefur möguleika á innsetningu viðbótarlausna.
Jafnframt, ef þú ert ekki ánægður með núverandi vefumsjón er þér að sjálfsögðu velkomið að hafa samband og reyna sjálfur, hvort betra kerfi sé ef til vill fyrirliggjandi.
2. Kanntu að koma heimasíðunni þinni á framfæri?
Heimasíða, sem nær ekki athygli netverja, skilar vart eiganda hennar tilætluðum árangri. Internetið er frumskógur, sem erfitt er að rata um og margar gildrur liggja í leyni, tilbúnar að grafa heimasíðu þína innan um hundruðir milljóna annarra, sem ekki hafa náð að koma sér á framfæri.
Ýmsar mismunandi leiðir hafa verið farnar til að koma heimasíðum, eða vefsíðum, á framfæri. Sumar þeirra eru ómarkvissar og skila litlum árangri, t.d. að kaup á auglýsingu í prentmiðli. Slík auglýsing er dýr, varir stutt og þar fyrir utan les fólk ekki prentmiðla með slík atriði í huga. Heimasíður ná mestri athygli ef þær eru auglýstar eða kynntar á sama vettvangi, þ.e. á netinu sjálfu.
En til að rata um frumskóg tilboða og gylliboða er vísast best að leita aðstoðar internetráðgjafa, sem getur leiðbeint þér á réttar slóðar og hjálpað til við að gera heimasíðuna þína markvissari, notendavænni og sýnilegri á vefnum.
3. En er heimasíðan þín tilbúin fyrir aukinn sýnileika?
Um 1994 töldu sérfræðingar í heimasíðugerð að forgangsatriðið væri að fylla síður af tenglum, svo gestir kæmu þangað til að finna einhverjar aðrar síður og myndu vonandi staldra við um stund. En fljótlega áttuðu menn sig á, að þessi stefna skilaði eigendum heimasíðna litlum eða engum árangri.
Næst fengu margir sérfræðinga þá randaflugu í höfuðið að ofurflottar ("cool") vefsíður væru svarið og sumir vefhönnuðir eru enn þeirrar skoðunar. Flestir hafa þó áttað sig á, að allskonar grafískar tiktúrur skemma síðuna, einkum ef þær eru notaðar í of miklum mæli, ekki síst þar eð Google hafnar slíkum síðum á báðar hendur, af mörgum og mjög augljósum ástæðum.
Um 1994 töldu sérfræðingar í heimasíðugerð að forgangsatriðið væri að fylla síður af tenglum, svo gestir kæmu þangað til að finna einhverjar aðrar síður og myndu vonandi staldra við um stund. En fljótlega áttuðu menn sig á, að þessi stefna skilaði eigendum heimasíðna litlum eða engum árangri.
Næst fengu margir sérfræðinga þá randaflugu í höfuðið að ofurflottar ("cool") vefsíður væru svarið og sumir vefhönnuðir eru enn þeirrar skoðunar. Flestir hafa þó áttað sig á, að allskonar grafískar tiktúrur skemma síðuna, einkum ef þær eru notaðar í of miklum mæli, ekki síst þar eð Google hafnar slíkum síðum á báðar hendur, af mörgum og mjög augljósum ástæðum.
Næsta skref var að útbúa netsamfélög með
Nú síðast áttuðu menn sig á, að efnisinnihald síðunnar skiptir mestu máli. Einföld og þægileg uppsetning, góður og vel uppsettur texti væri svarið. Hin atriðin væru nothæf upp að ákveðnu marki, en án ríks efnisinnihalds væri vefsíðan gagnslaus.
Það er einmitt málið. Hefurðu eitthvað fram að færa? Hefurðu upp á eitthvað merkilegt að bjóða? Veitirðu upplýsingar, sem netverjar leita að?
En því miður virðast sumir vefsíðueigendur hvorki hafa hæfni né reynslu til að safna saman upplýsingum, flokka þær og setja upp markverðan texta til að efla gildi heimasíðunnar og gera hana jafnframt leitarvélavænni? Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Flestir rithöfundar eru vísast afar slakir í t.d. bifvélavirkjun eða öðru slíku.
Þetta hlýtur að vera spurning um sérhæfingu, þar sem best er að láta fagmenn vinna verkið á hverju sviði.
Skrifað fyrir Allra Átta, dálítið stytt.
No comments:
Post a Comment