Tuesday, August 19, 2008

Heilsuskýrslur fyrir vefsíður


Í vor hóf Allra Átta að auglýsa svokallaðar heilsuskýrslur, þar sem sérfræðingar fara yfir vefsíður fyrirtækja og gera úttekt á þeim með ýmsum hætti. Eigum við ekki að segja, að ég hafi komið dálítið að gerð þeirra.


Tilraunasala heilsuskýrslanna stóð yfir í tæpar þrjár vikur og seldust á þeim tíma vel yfir 50 skýrslur. Salan var síðan send í salt, en mun hefjast aftur í haust af fullum þrótti.


Þótt ég sé alls ekki hlutlaus í þessu máli get ég með góðri samvisku fullyrt, að slíkar skýrslur eru nauðsynlegar fyrir fyrirtæki, bæði þau sem telja að vefsíður þeirra séu í góðu standi og hinna, sem þora ekki að fullyrða það. Þarna eru meðal annars gerðar athugasemdir við útlit og hönnun, notkun ljósmynda og annars myndefnis, framsetningu og efnistök, stafsetningu og málfræði, auk atriða sem snerta SEO ( leitarvélabestun / leitarvélagreiningu).


Jafnframt er almennt rætt um þætti sem falla undir internetráðgjöf (eða internet ráðgjöf eins og sumir kalla þetta sérfræðisvið) og þá hluti almennt sem gera það að verkum að heimasíður finnast illa á Google með helstu leitarorð sín, eða ná ekki að halda kúnnum vegna galla á útliti eða framsetningu efnis.


En í öllu falli hafa viðbrögðin verið góð og hafa fyrirtæki, eða öllu heldur stjórnendur þeirra, jafnan verið fullkomlega ánægðir með skýrsluna. Nokkrir hafa beðið um nánari skýringar á einstaka atriðum, aðallega hvað snertir stafsetningarvillur og málfræði, þar eð margir telja sig fullfæra á slíkum sviðum en reynast svo hafa fram að færa slakan texta.


Eitt fyrirtæki t.d. hafði ráðið sérstakan prófarkalesara til að lesa yfir textann og gera hann skotheldan. Það reyndist ekki vera. Prófarkalestur viðkomandi var reyndar ágætur á köflum, en hann sleppti í gegn frekar áberandi stafsetningarvillum sem ég hafði fundið og því lækkað einkunnina í samræmi. Síðan voru aðrir sem höfðu "textasmiði" í fullu starfi en gátu engu að síður ekki komið textanum skilmerkilega til skila.



En í öllu falli hafa þessar skýrslur reynst vel og kaupendur þeirra ánægðir, enda hefur enginn þeirra nýtt sér 30 daga skilafrest og endurgreiðslu.


Endilega hafðu samband og fáðu heilsuskýrslu fyrir vefsíðuna þína.


No comments: