Friday, August 15, 2008

Kreppan, netverslun og leitarvélabestun


Kreppan er komin. Samdráttur á flestum sviðum. Verðhækkanir víðast hvar. Verðbólga, atvinnuleysi, taprekstur fyrirtækja og heimila, verðbréfahrun, bensínokur, fjármálavandræði.

Hvar ætlar þetta að enda?

Þetta ástand snertir auðvitað vefverslun og markaðssetningu á internetinu, bæði til góðs og ills.

Það slæma er, að verslun almennt hefur dregist saman og á vísast eftir að dragast saman enn frekar. Það hlýtur að koma niður á netverslun eins og annarri verslun.

En á hinn bóginn býður þetta ástand upp á ákveðin sóknarfæri.


Netverslun

Netverslun hefur ákveðin sóknarfæri, af mörgum ástæðum. Neytendur hafa ekki lengur sérlega mikinn frítíma til að flakka á milli verslana eða verslunarmiðstöðva. Það tekur tíma, nú þegar umferð er mikil og fjarlægðir meiri en áður. Jafnframt gerir hækkandi bensínverð venjulegu fólki erfiðara fyrir en áður.

Netverslun á því mikla sóknarmöguleika. Sífellt fleiri fyrirtæki hafa nú sett upp vörulista á vefsíður sínar, boðið fram einfalda og þægilega leið fyrir neytendur til að skoða þá vöru, sem er í boði, og jafnvel kaupa vöruna beint af netinu í netverslunarkerfum.

Þetta er vissulega bæði þægileg og einföld leið fyrir hinn almenna neytenda; sparar tíma og vísast fjármuni jafnframt.

En til þess að neytendur geti keypt vöru af verslun ákveðins fyrirtækis þarf það að tryggja að vefsíðan sé sýnileg á vefnum, helst á fyrstu niðurstöðusíðu leitarvéla fyrir öll helstu lykilorðin.


Sýnileiki á vefnum

En hvað þurfa fyrirtæki að hafa í huga, þegar kemur að sýnileika á vefnum? Í fyrsta lagi er afar nauðsynlegt að fá vefsíðu sína birta á fyrstu niðurstöðusíðu leitarvélar, einkum Google, fyrir öll helstu leitarorðin. Samkvæmt mælingu völdu notendur að slá fyrst á þann hlekk, sem var í eftirfarandi sæti, frá 1-10.

  1. 30%
  2. 15%
  3. 7%
  4. 5%
  5. 4%
  6. 4%
  7. 2%
  8. 2%
  9. 3%
  10. 5%


En það komast ekki allar góðar síður á fyrstu niðurstöðusíðu, en jafnvel þótt um a.m.k. 70% notenda láti sér jafnan nægja að heimsækja síður á fyrstu síðu, vilja sumir halda áfram, af ýmsum ástæðum og ef þeir gera það á annað borð, er ekki svo ólíklegt að þeir slái að minnsta kosti á efstu niðurstöðurnar þar, frá 1-4.

  1. 6%
  2. 4%
  3. 2%
  4. og neðar: innan við 1%

Staðreyndin er, að vefsíður sem ekki finnast á fyrstu 20 niðurstöðunum, þ.e. á 1. og 2. blaðsíðu niðurstöðusíðnanna, eru í raun nánast ósýnilegar.

En hvað er þá til ráða? Það er þarna, að leitarvélabestunin kemur til sögunnar. Með leitarvélabestun (SEO) geta fróðir frömuðir og sérstaklega þjálfaðir internetráðgjafar hjálpað fyrirtækjum að gera vefsíður þeirra sýnilegri.

Vantar þig hjálp internetráðgjafa við leitarvélabestun?


No comments: